Ísland "Got Talent" - Færeyingum boðið að taka þátt

Skráning í "Ísland Got Talent" er nú í fullum gangi hjá íslensku sjónvarpsstöðinni Stöð 2 og er vakin sérstök athygli á þeirri nýbreytni í ár, að frændum okkar og nágrönnum í Færeyjum og Grænlandi er boðið sérstaklega að vera með í keppninni. Áhugasamir geta skráð þáttöku sína í keppnina með því að fara inn á slóðina stod2.is/talent. Þeir sem ekki komast í áheyrnarprufurnar, sem fara fram á Íslandi dagana 20. og 21. september nk., geta sent myndband með atriði sínu á talent@stod2.is og eru þeir þá þar með komnir í keppnishópinn. Sérstök forvalsdómnefnd fer síðan yfir öll myndböndin og velur þau atriði sem komast áfram í keppninni og þurfa þá viðkomandi keppendur að mæta í upptökur í Reykjavík í október nk. Þeim keppendum sem ekki eru búsettir í Reykjavík, þ.m.t. Færeyingum og Grænlendingum, er boðið flug og gisting í Reykjavík á meðan á upptökum stendur. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Ragnarsdóttir hjá Rvk Studios með því að senda fyrirspurn á ragga@rvkstudios.is.

Video Gallery

View more videos