Gunnari veitt gullmerki FSF

Gunnari Sigurðssyni var veitt gullmerki færeyska knattspyrnusambandsins, FSF, í apríl þegar hann var staddur í Færeyjum. Með Gunnari í för til Færeyja var m.a. Gísli Gíslason, sem einnig var lengi formaður knattspyrnuráðs Akraness. Gísli sótti í leiðinni aðalfund færeysk-íslenska verslunarráðsins. Samskipti Íslendinga og Færeyinga á knattspyrnusviðinu hafa verið mikil um tíðina og hafa Akurnesingar átt hlut að máli í þeim samskiptum. Gunnar Sigurðsson var sem kunnugt er um langt skeið í knattspyrnuforustunni á Skaganum. Hann var m.a. Færeyingum hliðhollur í þeirra ferli að gerast aðilar að UEFA og FIFA og það er því ekki af tilviljun að fyrsti landsleikur Færeyinga var á Akranesi eftir að þeir fengu inngöngu í FIFA í 1988.

Video Gallery

View more videos