Góð aðsókn að Brimi - Grunnur lagður að tengslum milli íslenskra og færeyskra kvikmyndagerðarmanna

Kvikmyndin Brim var sýnd í Havnarbio 18. maí fyrir næstum fullu húsi. Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri og handritshöfundur, og Ottó Geir Borg, handritshöfundur, voru viðstaddir og svörðu spurningum áheyrenda eftir sýninguna.

Hinn 19. maí stóð aðalræðismaður fyrir fundi þeirra Árna og Ottós með færeyskum kvikmyndagerðarmönnum og öðru áhugafólki til að skipuleggja samstarf milli Íslands og Færeyja á þessu sviði.Video Gallery

View more videos