Fundur heilbrigðisráðherra Vestnorrænu ríkjanna þriggja

Þriðji fundur heilbrigðismálaráðherra Grænlands, Íslands og Færeyja var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum dagnana 20.-21. þ.m., þar sem fjallað var um samstarf landanna á sviði heilbrigðismála. Fundinn sátu auk Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherrar Færeyja og Grænlands, þeir Karsten Hansen og Sten Lynge. Á fundi sínum á mánudaginn sl. funduðu heilbrigðisráðherrar með þingmönnum Vestnorræna ráðsins og forsætisnefnd ráðsins sem í sitja Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður, og varaformennirnir Lars Emil Johansen, frá Grænlandi, og Bill Justinussen, frá Færeyjum.

Video Gallery

View more videos