Frostrósir

Tónleikar Frostrósa verða í Norðurlandahúsinu 26. og 27. nóvember. Sjá meira á: www.nlh.fo

Allir helstu söngvarar Frostrósa frá upphafi koma fram á stærstu tónleikunum sem haldnir verða í Hörpu 3.-5. desember þar sem leikin verða öll vinsælustu lög Frostrósa frá upphafi. Verða söngvarar í Hörpu 18 talsins hið minnsta. Í samstarfi við Flugfélag Íslands munu Frostrósir svo fljúga um landið í desember.

Ekki má svo gleyma Frostrósir KLASSÍK sem haldnir verða í annað sinn og nú í Eldborg Hörpu. Norræna stórstjarnan Sissel mun syngja inn jólin fyrir landsmenn 10. desember í hópi með fremstu einsöngvurum þjóðarinnar og í fylgd með Óperukórnum, Drengjakór Reykjavíkur, Barnakór Frostrósa og stækkuðum klassískum armi Stórhljómsveitar Frostrósa. Fluttar verða helgustu perlur jólanna í glæsilegum nýjum útsetningum við kjöraðstæður í Hörpu.

Video Gallery

View more videos