Bókadagar í Norðurlandahúsinu

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason (f.1965) tók þátt í Bókadögum 2013 í Færeyjum, sem fram fóru dagana 21.-24. þ.m. Þar kynnti hann bók sína "Andlit" sem var að koma út á færeysku í þýðingu Carl Jóhan Jensen.

Barnabókin Skrímslið litla systir mín eftir Helgu Arnalds er einnig komin út á færeysku ásamt geisladiski með tónlist eftir Eivør Pálsdóttur úr samnefndri leiksýningu. Í tengslum við Bókadaga 2013, kom Helga Arnalds og leikúsið 10 fingur og sýndi Skrímslið litla systir mín tvisvar sinnum í Norðurlandahúsinu fyrir troðfullu húsi og Björk Bjarkardóttir var með skapandi smiðju, þar sem börnum stóð til boða að sýna sköpunargleði sína með litum og pappír

Video Gallery

View more videos