Boð á setningarathöfn listahátíðarinnar; Land í sjónmáli: Áfram Ísland!

Kæri viðtakandi!
 
Dagana 12. – 20. febrúar beinir Norðurlandahúsið í Færeyjum kastljósi sínu í vestur og heilir 10 dagar verða helgaðir íslenskri list, menningu og vísindum.
 
Dagskráin þessa daganna,  má með sanni segja, er fjölbreytt með þjóðþekktum trúbadúr, framsækni  myndlist, uppistandi, rokksveitum, sígildri tónlist, vinsælum rithöfundi og vísindasýningu fyrir börn.
 
Land í sjónmáli er árlegur viðburður í starfsemi Norðurlandahússins, þar sem sjónum er beint að tilteknu nágrannalandi, og í  ár segjum við Áfram Ísland.
 
Af þessu tilefni bjóða Norðurlandahúsið og Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum til setningarathafnar með ræðuhöldum, lifandi tónlist og upplestri, þar sem gestir fá forsmekk af  mörgum áhugaverðum viðburðum, sem verða á dagskrá Land í sjónmáli 2016.
 
Setningin verður haldin föstudaginn 12. febrúar og byrjar kl. 16:00 í Klingruni í Norðurlandahúsinu og eru allir hjartanlega velkomnir.
 
Sjáumst!
 
Norðurlandahúsið og aðalræðiskrifstofa Íslands. 
 
 
Dagskrá
 
Sif Gunnarsdóttir, forstjóri Norðurlandahúsins,  býður gestir velkomna og opnar myndlistarsýningu Heklu Daggar Jónsdóttur.
 
Halla Steinunn Stefánsdóttir í  Nordic Affect spilar verkið Sleeping Pendulum eftir Maríu Huld Markansdóttur
 
Gunnvör Balle les brot úr bókinni “Karitas – við ongum heiti”  eftir  Kristínu Marju Baldursdóttur
 
Þórður Bjarni Guðjónsson , aðalræðismaður Íslands, setur Land í Eygsjón: Áfram Ísland!
 
Bubbi Morthens  spilar eitt lag
 
Aðalræðisskrifstofa Íslands býður upp á léttar veitingar 
 
 
Dagskrána fyrir Land í Eygsjón: Áfram Íslands! má sjá á nlh.fo
 

Video Gallery

View more videos