Aðalræðisskrifstofan er flutt

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum hefur nú flutt starfsemi sína úr Fútastofu við Kongabrugvin yfir í Ydun á Reyngötu 9, sem stendur við Doktaragrund úti á Reyni og tekur þar formlega til starfa 1. desember 2015. 

Það hefur verið góður og ánægjulegur tími í Fútastofu, sem við erum fullviss um að haldi áfram í Ydun og hlökkum til að taka þar á móti gestum og gangandi. 

 

Nýtt heimilisfang er :

 

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum

Ydun  

Reyngöta 9 

Pósthólf 199 

FO-110 Þórshöfn 

Færeyjar 

 

Opnunartímar skrifstofunnar eru þeir sömu,  mánud.- fimmtud. 9:00 –16:00 og föstud. 9:00 –15:00.  

 

Sími: + 298 308 100 

 

 

Video Gallery

View more videos