Vegabréf og áritanir

Vegabréf Íslendinga

Hægt er að sækja um almennt íslenskt vegabréf á Íslandi og í sendiskrifstofum Íslands í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Berlín, Washington DC, París, Tókýó, Peking og á aðalræðisskrifstofunni í New York. Aðalræðisskrifstofan í Færeyjum gefur ekki út almenn vegabréf og tekur ekki á móti umsóknum um slík vegabréf. Hins vegar gefur hún út neyðarvegabréf, sem er fyrst og fremst ætlað til að komast heim til Íslands. 

Nánar hér um útgáfu ferðaskilríkja erlendis á vef utanríkisráðuneytisins.

Vegabréf og ferðaskilríki útlendinga

Ferðamenn til Íslands þurfa almennt að hafa vegabréf, en önnur ferðaskilríki eru heimiluð í vissum tilfellum. Færeyingar og aðrir Norðurlandabúar sem ferðast beint frá Færeyjum til Íslands þurfa ekki vegabréf en þurfa að geta sýnt skilríki með mynd, m.a. að kröfu flug- og skipafélaga.

Nánar hér um ferðaskilríki á vef utanríkisráðuneytisin (á ensku).

Vegabréfsáritanir (Visa)

Erlendir ferðamenn til Íslands þurfa Schengen-vegabréfsáritun, nema séu þeir undanþegnir (sem á við um flesta Evrópubúa). Aðalræðisskrifstofan tekur ekki á móti umsóknum um áritanir og gefur ekki út áritanir. Ferðamenn frá Færeyjum sem þurfa Schengen-áritun til Íslands þurfa að senda umsókn beint til Útlendingarstofnunar. Áritunin er gefin út við komu til Íslands. 

Nánari hér um áritanir á vef Útlendingastofnunar. 

Video Gallery

View more videos