Steinunn Sigurðardóttir sýnir á Nordic Design Today 2012

Verk Steinunnar Sigurðardóttur, fatahönnuðar, eru hluti af sýningunni Nordic Design Today 2012 sem í EMMA safninu, Espoo Museum of Modern Art, sem er eitt stærsta nútímalistasafn Finnlands. Sendiráð Íslands í Helsinki er samstarfsaðili sýningarinnar.
 
Á sýningunni er að finna verk fimm verðlaunahafa Torsten og Wanja Söderbergsverðlaunanna en það eru stærstu og virtustu hönnunarverðlaun í heimi. Steinunn fékk verðlaunin árið 2008. Aðrir sem eiga verk á sýningunni eru Harri Koskinen (Finnland), hönnunarhópurinn Front (Svíþjóð), Henrik Vibskov (Danmörk) og hópurinn Norway Says (Noregur).
 
Um er að ræða farandsýningu sem næst verður sett upp í sameiginlegu húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Sýningin stendur til 16. september nk.
 
 

Video Gallery

View more videos