Sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Eistlandi

Kristín A. Árnadóttir afhenti 15. janúar forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Eistlandi. Forsetinn sagðist stoltur af því að utanríkisráðuneytið stæði við Íslandstorg númer 1. Ísland reið á vaðið alþjóðlega og viðurkenndi fullveldi og sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna 1991. Myndin er tekin á fundi Kristínar með Marko Mihkelson formanni utanríkismálanefndar eistneska þingsins. 

Video Gallery

View more videos