Ræddu hvernig auka megi viðskipti við Finnland

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heimsótti Finnland í gær þar sem hann tók þátt í viðskiptaþingi í Turku og hringborðsumræðum í Helsinki með fulltrúum viðskiptalífs beggja landa. Þá átti hann fundi með utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, og Lenita Toivakka utanríkisviðskiptaráðherra. Um var að ræða eftirfylgni vinnu sem ráðherrarnir ákváðu að hefja fyrir ári síðan um viðskipta- og menningarmál. Sjá nánar um heimsóknina á www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8260

Video Gallery

View more videos