Nýr sendiherra í Finnlandi

Kristín A. Árnadóttir hefur tekið við starfi sendiherra í Finnlandi. Kristín var sendiherra Íslands í Kína frá upphafi árs 2010 og þar til nýverið. Íslenskt sendiráð var opnað í Finnlandi árið 1997 og er hlutverk þess að þróa og efla tvíhliða samstarf ríkjanna á sviði stjórnmála-, viðskipta-, mennta- og menningarmála. Önnur umdæmisríki sendiráðsins eru Eistland, Lettland, Litháen og Úkraína og fer sendiráðið með sama hlutverk gagnvart þeim.

Video Gallery

View more videos