Menningarsjóður Íslands og Finnlands: Úthlutun framlaga og styrkja fyrir seinni hluta árisins 2014 og fyrri hluta ársins 2015.

Í stjórn sjóðsins sitja Ann Sandelin fil.mag. (formaður), Petri Sakari hljómsveitarstjóri, Eiríkur Þorláksson sérfræðingur og Greipur Gíslason verkefnastjóri. Starfsmaður sjóðsins er Gunvor Kronman forstöðumaður Hanaholmen.
 
Styrkir:

Bókmenntir og fjölmiðlar:

Annikin Tähti ry, Tammerfors: 500 Evrur: Ferðastyrkur til að bjóða íslenska ljóðskáldinu Gerði Kristnýju til ljóðahátíðarinnar „Annikin Tunofestivaali“ í Tammerfors.

Niemi Juuli, rithöfundur, Helsiknki: 500 Evrur. Ferðastyrkur til að koma fram á ljóðahátíðinni „Sumarhátíð Meðgönguljóða“ í Reykjavík.

Västnyländska Kultursamfundet/Vinnuhópurinn Barna- og ungmennabókahátíðin (bokKalas), Raseborg: 1000 Evrur. Ferðastyrkur til að bjóða tveim íslenskum rithöfundum á bókamenntahátíðina „Barnens och de Ungas bokKalas 2014“.

Tónlist:

Vinnuhópurinn Kerman-Lehtonen, Helsinki: 1000 Evrur. Ferðastyrkur til að heimsækja tónlistarhátíðirnar „Iceland Airwaves“ og „Keflavik Music Festival“ í þeim tilgangi að safna efni í útvarpsþætti.

Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, Hafnarfirði: 500 Evrur. Ferðastyrkur til Íslands fyrir sellóleikarann Markus Hohti til að vinn með íslenskum tónskáldum og hljóðfæraleikurum ásamt því að koma fram á finnsk-íslenskum tónleikum nútímatónlistar í Hafnarfirði.

Henell Tero-Pekka, umboðsmaður, Helsinki: 1000 Evrur. Til að panta tónvek af íslenska tónskáldinu Áskeli Mássyni fyrir 20 ára afmælishátíð „Total Cello Ensembles“ .

Sveitarfjélagð Jakobstad/Sinfóníuhljómsveit Jakobstad,  Jakobsstad: 1000 Evrur. Til að bjóða tónskáldinu Daníel Bjarnasyni til kammertónlistar hátíðarinnar „RUSK“ í Jakobstad.

Säveltäjät ja Sanoittajat Elvis ry, Helsinki: 500 Evrur. Ferðastyrkur til að bjóða Pétri Ben að halda fyrirlestur við norrænu kvikmyndadagana sem haldnir verða í Hanaholmen í Esbo.

Taiteilijayhdistys Hiljaisuus ry, Rovaniemi: 500 Evrur. Ferðastyrkur til að bjóða píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur á listahátíðina „Hiljaisuus“ í Kittilä.

Sviðslistir, kvikmyndir:

Espoon Elokuvajuhlat ry, Esbo: 1000 Evrur. Til að sýna íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðinni „Espoo Ciné“ ásamt því að bjóða íslenskum kvikmyndaleikstjórum á hátíðina.

Helsinki International Film Festival – Rakkautta & Anarkiaa ry, Helsinki: 1000 Evrur. Til að sýna íslenskar kvikmyndir og bjóða íslenskum kvikmyndaframleiðendum á  viðrburðina „Rakkautta & Anarkiaa“ og „Finnish Film Affair“ í Helsinki.

Sodankylän elokuvafestivaali ry, Helsinki: 800 Evrur. Til að sýna íslenskar kvikmyndir og kynna íslenska kvikmyndaleikstjóra.

Työryhmä PIMU – perheteatteri, Borgå: 750 Evrur. Til að setja upp setja upp smábarnaleikritið „Puhu tuuli purteheni“ í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.     

Myndlist:

Vinnuhópur Norræna hússins, Tusby: 1000 Evrur. Ferðastyrkur fyrir fjóra finnska listamenn til Reykjavíkur til að setja upp keramiksýningu í Norræna húsinu ásamt íslenskum listamönnum.

Birgirson-Hannula, Åbo: 1000 Evrur. Til að setja upp sýningu í Listasafni ASÍ í Reykjavík og Galleri Helsinki Contemporary í Helsinki.            

Suomen sarjakuvaseura ry, Helsinki: 1000 Evrur. Til að skipuleggja myndaseríu vinnustofu fyrir íslenska og finnska myndaseríuteiknara í Helsinki og í framhaldinu sýningar í Helsinki og Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir:

Skrifstofa Menningarsjóðs Íslands og Finnlands

Hanaholmen – menningarmiðstöð fyrir Svíþjóð og Finnland, Hanaholmsstranden 5, 02100 Esbo, sími +358 (0)9 435 020, e-póstur: fonderna@hanaholmen.fi

Video Gallery

View more videos