Jan Nygård frá Turku nýr ræðismaður Íslands.

Löng hefð er fyrir störfum ræðismanna víðs vegar um heiminn. Í þjónustu Íslands eru tæplega tvöhundruð og fimmtíu ræðismenn sem vinna óeigingjarnt starf í okkar þágu, bregðast við á öllum tímum sólarhrings, alla daga ársins og ganga í störfin þegar upp koma mál sem þarf að sinna snarlega.

Í Finnlandi er starfandi breiður hópur ræðismanna. Fyrsta ræðisskrifstofa Íslands var opnuð í Helsinki árið 1947, skömmu eftir að Ísland og Finnland tóku upp stjórnmálasamband. Þá var Erik Juuranto skipaður aðalræðismaður. Nokkrum árum síðar voru ræðisskrifstofur Íslands opnaðar í stærstu hafnarborgum Finnlands, þ.e. Turku, Kotka og Hanko. Hlutverk ræðismannanna á þeim tíma snéri að mestu um þjónustu sem tengdist sjávarútvegi. Allt frá þessum tíma hafa ræðisskrifstofur Íslands í Finnlandi gegnt mikilvægu hlutverki sem hinn framlengdi armur Íslands á staðnum og eru skrifstofurnar nú átta talsins.

Fyrsta ræðisskrifstofa Íslands í Turku var stofnuð árið 1949. Bror Sievers var þá skipaður vararæðismaður og starfaði sem slíkur fram til ársins 1966. Eftirmaður hans, Harry V. Österberg, var skipaður ræðismaður en hann vann að málefnum Íslands um 25 ára skeið. Börje Nygård, bankastjóri, sem lætur nú af embætti ræðismanns var skipaður árið 1993.

 

Video Gallery

View more videos