Íslenskar húðvörur njóta vinsælda í Finnlandi

Finnar hafa trú á íslenskri framleiðslu og upprunaland skiptir máli fyrir finnska neytendur. Húðvörur frá Sif Cosmetics hafa vakið mikinn áhuga í Finnlandi og tugir blaðamanna, söluaðila og sérfræðinga mættu til morgunverðarfundar sem fyrirtækið og sendiráðið efndu til í bítið. 

Fyr­ir­tækið fram­leiðir og sel­ur sér­virk prótein sem notuð eru í EGF og BI­OEF­FECT húðvör­ur, og kynnti dr. Björn Örvar framkvæmdastjóri rannsókna- og vöruþróunarsviðs niðurstöður rannsókna kynntar á fundinum í morgun ásamt Kristni D. Grétarssyni forstjóra fyrirtækisins á Íslandi og Susanna Kyntölä markaðsstjóra í Finnlandi.
 
Í nýlegri skýrslu sem unnin var af hálfu Íslandsstofu og sendiráðsins kemur fram að mikil tækifæri liggi í markaðsetningu og útflutning til Finnlands á vöru sem skírskoti til gæða, hönnunar, heilbrigðs lífsstíl og þekkingar. Fyrir liggur að Finnar hafa almennt afar jákvæða afstöðu til Íslands og þegar hafa íslensk fyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði á undanförnum árum. Má þar sérstaklega nefna vinsældir lýsis og skyrs en nýjasta afurðin eru húðvörur frá íslenska húðvörufyrirtækinu Sif Cosmetics sem hefur margfaldað sölutölur í Finnlandi á síðustu mánuðum.
 
Sendiráðið vinnur náið með hagsmunaaðilum að viðskiptaþróun í Finnlandi.
 
Á myndinni eru frá hægri talið: Kristinn D. Grétarsson forstjóri, Kristín A. Árnadóttir sendiherra, Björn Örvar framkvæmdastjóri rannsókna- og vöruþróunarsviðs og Haukur Guðjónsson yfirmaður Finnlandsmarkaðar.

Video Gallery

View more videos