Sendiráð Íslands í Helsinki minnir á að framlengd vegabréf eru ekki í gildi eftir 24. nóvember 2015

Mælst er til þess að íslenskir ríkisborgarar, sem þess þurfa, sæki um almennt vegabréf á næsta umsóknarstað en það er sendiráð Íslands í Stokkhólmi. Panta þarf tíma fyrirfram. Heimilisfangið er Kommendörsgatan 35, 114 58 Stockholm. Sími: +46 8 442 8300. Sendiráðið í Helsinki getur gefið út neyðarvegabréf í einstökum tilfellum en þess skal getið að þau eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki. Sendiráð þess ríkis sem ferðast er til gefur nánari upplýsingar um hvort íslenskt neyðarvegabréf er tekið gilt sem ferðaskilríki til viðkomandi ríkis eða ekki. Þess má geta að hægt er að nota ökuskírteini sem ferðaskilríki milli Norðurlandanna. Í ljósi aðstæðna í Evrópu má hins vegar búast við auknu landamæraeftirliti á næstunni.

Video Gallery

View more videos