Umdæmislönd

Liechtenstein

Fastanefndin er einnig sendiráð Íslands gagnvart Liechtenstein og fer með tvíhliða samskipti við furstadæmið. Viðskiptamál, menningar- og landkynningarmál eru helstu sviðin sem sendiráðið vinnur að gagnvart Liechtenstein.

Frekar lítil viðskipti hafa verið við Liechtenstein eins og sjá má á tölum frá Hagstofu Íslands. Aðal útflutningsvara Íslands til Liechtenstein hefur verið dúnn en stærsti hluti innfluttrar vöru frá Liechtenstein hefur verið ýmis efnavara s.s. lyf og efni í þau.

Ýmsar upplýsingar um Liechtenstein

Staðsetning: Mið Evrópa, á milli Austurríkis og Sviss

Stærð: 160 km2

Fólksfjöldi: 37.623 (desember 2015)

Opinbert tungumál: Þýska

Þjóðernishópar: Liechtensteinar (86%), Tyrkir, Ítalir og aðrir 14%

Trúarhópar: Rómversk-kaþólskir 79,9%, mótmælendur 8,5%, múslimar 5,4 og aðrir 6.2%

Stjórnarfar: Arfgengt stjórnarskrárbundið furstadæmi sem hvílir á lýðræðis- og þingræðislegum grunni

Hagkerfi: Frjálst hagkerfi sem byggir að miklu leyti á þróuðum iðnaði, innfluttu vinnuafli og fjölbreytilegri starfsemi smárra fyrirtækja. Liechtenstein er meðlimur í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA)

Video Gallery

View more videos