Yfirlit frá mannréttindaráði SÞ í Genf

Photo: Oddur Ingi Stefánsson - Ministry of Foreign Affairs

21. lota mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað 10. – 28. september í Genf. Ráðið er æðsta mannréttindastofnun SÞ og kemur saman í fundarlotum þrisvar á ári. Í fundarlotum eru rædd helstu mannréttindamál líðandi stundar og ályktanir lagðar fram til atkvæðagreiðslu. Ályktanatillögur snúast um þemu tengd mannréttindum annars vegar og mannréttindaástandi í einstökum ríkjum hins vegar. Alls hafa 47 ríki atkvæðisrétt og sæti í ráðinu sjálfu en þau sitja í þrjú ár í senn. Ísland hefur áheyrnaraðild að ráðinu og getur því ekki kosið um ályktanir. Hins vegar getur Ísland stutt ályktanatillögur og flutt erindi í ráðinu og þannig lagt sitt af mörkum í starfsemi stofnunarinnar. 

Mannréttindaástandið í Sýrlandi hefur fengið mikla athygli að undanförnu og var það rætt í ráðinu og ályktun samþykkt sem Ísland var meðflutningsaðili að. Ísland hélt ræðu undir dagskrárlið 7 um Palestínu þar sem ítrekaðar voru áhyggjur yfir mannréttindaástandinu á svæðinu og minnt á viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þá var Ísland meðflutningsaðili að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna um heilsu kvenna, sérstaklega með tilliti til FGM, og fékk yfirlýsingin breiðari stuðning en búist var við.

Hér að neðan er fullt yfirlit yfir ályktanatillögur sem Ísland studdi og yfirlýsingar sem Ísland var meðflutningsaðili að í 21. lotu mannréttindaráðsins:

 
21. lota mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna
10.-28. september 2012
Titill Flytjendur Texti Lýsing
Vernd og efling mannréttinda      
The human right to safe drinking water

Þýskaland,
Spánn

A/HRC/21/L1
Ályktun sem skilgreinir aðgengi að öruggu vatni til drykkju og hreinlætis sem mannréttindi.
 
Preventable maternal mortality and morbidity and human rights Búrkína Fasó, Nýja-Sjáland, Kólumbía A/HRC/21/L.10 Ályktun sem hvetur SÞ og ríki til að notast við tæknilega staðla í stefnumótun sem snýr að því að fyrirbyggja mæðradauða.
Business and human rights Noregur, Gana, Indland, Rússland, Argentína A/HRC/21/L.14/Rev.1 Ályktun sem hvetur SÞ, ríki og fyrirtæki að hafa mannréttindasjónarmið til hliðsjónar í stefnumótun í viðskiptum.
Transitional justice Sviss A/HRC/21/L.24 Ályktun varðandi réttlæti á átakasvæðum með sérstaka áherslu á refsileysi og ofbeldi gegn konum.
Freedom of assembly and association Bandaríkin, Nígería, Indónesía, Mexíkó, Tékkland, Maldívueyjar, Litáen  A/HRC/21/L.25 Ályktun varðandi rétt fólks til félagsfrelsis.
Guiding Principles on Extreme Poverty and human rights Frakkland, Síle, Perú, Senegal  A/HRC/21/L.20 Ályktun sem hvetur SÞ og ríki til að taka sérstakt tillit til mannréttinda mjög fátækra einstaklinga í stefnumótun sem snýr að eyðingu á fátækt.
Human rights education Kosta Ríka A/HRC/21/L.22 Ályktun sem snýr að því að auka menntun á sviði mannréttinda.
Safety of journalists Austurríki, Brasilía, Marokkó, Sviss, Túnis A/HRC/21/L.6 Ályktun sem hvetur SÞ og ríki til að taka sérstakt tillit til verndar mannréttinda fréttamanna, einna helst á átakasvæðum.
Panel on the impact of corruption on the enjoyment of human rights Marokkó, Austurríki, Brasilía, Indónesía, Pólland A/HRC/21/L.13 Ályktun um að haldið verði málþing um áhrif spillingar á verndun mannréttinda á heimsvísu.
Sértilfelli sem kalla á athygli mannréttindaráðsins      
Situation of human rights in the Syrian Arab Republic Marokkó, Jórdanía, Katar, Túnis, Egyptaland, Líbýa, Kúveit A/HRC/21/L.32 Ályktun um mannréttindaástandið í Sýrlandi í ljósi átakanna.
Eftirfylgni og framkvæmd Vínaryfirlýsingarinnar      
Decision to establish a panel to commemorate the 20th anniversary of the adoption of the Vienna Declaration and Programme of Action Austurríki  A/HRC/21/L.12 Ályktun til að halda málþing til minningar um að tuttugu ár séu liðin síðan Vínaryfirlýsingin um mannréttindi var birt.
Tæknileg aðstoð      
Enhancement of technical cooperation and capacity-building in the field of human rights Taíland, Brasilía, Hondúras, Indland, Noregur, Singapúr, Tyrkland, Malasía, Máritíus A/HRC/21/L.11 Ályktun um umbætur á tæknilegu samstarfi í tengslum við að aðstoða ríki við að uppfylla kröfur SÞ í tengslum við verndun
Yfirlýsingar og ræður      
Update by the UN High Commissioner for Human Rights ESB   UYfirlýsing ESB um störf UN High Commissioner for Human Rights
Promotion and protection of all human rights, civil, political, economic, social and cultural rights, including the right to development ESB   Yfirlýsing ESB verndun mannréttinda á heimsvísu
Human Rights situations that require the Council's attention ESB   Yfirlýsing ESB um mannréttindaástandið í  Sýrlandi
Interactive Dialogue with the Independent International Commission of Inquiry on the Syrian Arab Republic at the 21st session of the Human Rights Council Noregur, Finnland, Ísland, Svíþjóð, Danmörk   Yfirlýsing Norðurlandanna um mannréttindaástandið í Sýrlandi
Human Rights Bodies and Mechanisms ESB   Yfirlýsing ESB um starfsemi OHCHR
Universal Periodic Review ESB   Yfirlýsing ESB um notkun Universal Periodic Review-skýrslanna
Human Rights situation in Palestine and other occupied Arab territories ESB   Yfirlýsing ESB um Palestínu og ástandið í Gaza
Human Rights situation in Palestine and other occupied Arab territories Ísland   Ræða Íslands um mannréttindaástandið í Palestínu
Follow-up and implementation of the Vienna Declaration and Programme of Action ESB   Yfirlýsing ESB um Vínaryfirlýsinguna
Joint Statement on gender-based killings Spánn   Yfirlýsing sem Spánn hafði frumkvæði að en fékk breiðan stuðning frá öllum heimshlutum
Joint statement on Sexual and Reproductive Health and Rights of Women and Girls Noregur, Finnland, Ísland, Svíþjóð, Danmörk   Sameiginleg yfirlýsing um heilsu og mannréttindi kvenna að frumkvæði Norðurlandanna. Yfirlýsingin fékk breiðan stuðning frá öllum heimshlutum
Racism, racial discrimination, xenophobia and related forms of intolerance, follow-up and implementation of the Durban Declaration and Programme of Action ESB   Yfirlýsing ESB um kynþáttafordóma
Technical assistance and capacity-building ESB  

Yfirlýsing ESB um tæknilega aðstoð

http://www.ohchr.org/EN/HRBodies/HRC/RegularSessions/Session21/Pages/ResDecStat.aspx

Video Gallery

View more videos