Versnandi staða mannréttinda efst á baugi í septemberlotu Mannréttindaráðsins

Ísland tók virkan þátt í septemberlotu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldin var 13.-30. september sl. í Genf.  Ísland studdi 17 ályktanir í lotunni, átti þátt í 24 yfirlýsingum og tveimur hliðarviðburðum.

Ísland flutti yfirlýsingu þar sem brugðist var við opnunarræðu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Einnig flutti Ísland yfirlýsingar þar sem sjónum var beint að mannréttindabrotum í Úkraínu, Norður Kóreu, Yemen og Sádi-Arabíu og stjórnvöld á Filippseyjum hvött til að vinna náið með Sameinuðu þjóðunum svo innlend löggjöf verði í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar landsins.  Þá vakti Ísland athygli á mikilvægi þess að berjast gegn nútíma mansali og þrælahaldi og hvatti öll ríki til þess aðviðurkenna og rannsaka brot á réttindum samkynhneigðra í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar.

Þástóðu Norðurlöndin saman aðfjórum ræðum aðþessu sinni. Flutt var yfirlýsing um ástandiðíSýrlandi og mikilvægi þátttöku kvenna ífriðarferlinu. Jafnframt voru fluttar samnorrænar yfirlýsingar um réttindi kvenna og heimsmarkmiðSameinuðu þjóðanna. Ennfremur flutti Ísland ræðu fyrir hönd Norðurlandanna um réttindi frumbyggja.

Ísland tók undir ályktanir um mannréttindaástandiðíVenesúela, Georgíu, og Kambódíu. Ísland studdi einnig yfirlýsingar um mikilvægi þess aðríki fari eftir lögum og reglum réttarríkisins, mikilvægi starfsemi Mannréttindaráðsins og hvernig megi koma íveg fyrir ofbeldisfulla öfgastarfsemi (e: violent extremism).

Ísland tók virkan þátt ísamningaviðræðum um ályktanir sem Mannréttindaráðiðsamþykkti m.a. um handahófskenndar handtökur, ungbarnadauða, mæðradauða, mannréttindi blaðamanna, réttindin til vatns og hreinlætis íljósi jafnréttis, ásamt ályktunum um stöðu mannréttindamála íSýrlandi, Búrundíog Súdan. Aðþessu sinni var lögðsérstök áhersla áaðíöllum ályktunum ráðsins væri vísaðtil viðeigandi heimsmarkmiða SÞ, sem Ísland tók staðfastlega undir.

Líkt og fyrri ár var hart deilt um stöðu mannréttinda íofangreindum löndum. Harðastar voru þó deilurnar um ályktun um mæðradauða. Studdi Ísland dyggilega við ályktunina og hélt réttindum kvenna á lofti sem og mikilvægi þess aðstjórnvöld allra ríkja uppfylli skuldbindingar sínar þegar kemur að kynfrelsi og kynheilbrigði kvenna (e. SRHR, sexual and reproductive health and rights), tryggi jafnrétti kynjanna til þess aðráða yfir eigin líkama og lífi og fá aðgengi að heilbrigðisþjónustu og umönnun. 

Þá fékk Ísland samþykkta málsgrein í ályktun um ungbarnadauða sem ítrekar forvarnargildi jafnréttis, menntunar og eflingar kvenna, en Ísland skipar sér nú í1. sæti þegar kemur að lægstu tíðni ungbarnadauða í heiminum. Aftur á móti var um miðbik 19. aldar leitun að samfélögum þar sem ungbarnadauði var meiri en á Íslandi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ástæðan fyrir þeim gríðarlega árangri sem náðst hefur á Íslandi megi öðru fremur rekja til réttinda og menntunar kvenna sem og grunnheilbrigðisþjónustu þar sem mæður eru fræddar um atriði eins og brjóstagjöf og bólusetningar. Gat Ísland þar með miðlað reynslu sinni og ítrekað gildi menntunar og jafnréttis sem grunnstoðir mannréttinda.

Ísland stóðjafnframt aðhliðarviðburði “Bodily Autonomy” ísamstarfi viðfrjáls félagasamtök sem starfa íGenf og vinna aðjafnrétti kynjanna. Réttur kvenna og karla til þess aðhalda fullu forræði og ákvörðunarrétti yfir eigin líkama var ræddur fyrir fullum sal. Var þetta mikilvæg umræða íljósi þess aðmeirihluti aðildaríkja Mannréttindaráðsins, 22 ríki gegn 17 ákvaðmeðkosningu aðréttur kvenna til þess aðráða yfir eigin líkama, (e. the right of women to have full control over their life including their own body) væri ekki viðurkennt sem mannréttindi íalþjóðasamfélaginu. Íljósi þess tók Ísland undir yfirlýsingu sem flutt var af Nýja Sjálandi og studd af fjölmörgum ríkjum þar sem lýst var yfir djúpum áhyggjum yfir þessari niðurstöðu. Súákvörðun aðvernda ekki sjálfstjórn kvenna og stúlkna yfir eigin líkama snerti ákjarna mismununar og Mannréttindaráðiðspurt “Hvers vegna ættu konur hafa minni stjórn yfir líkama sínum en karlmenn?”

Í kjölfar mannréttindalotunnar var haldinn sérstakur fundur í ljósi 10 ára afmælis samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ísland flutti sérstaka yfirlýsingu við opnun fundarins þar sem vakin var athygli á nýlegri fullgildingu samningsins. Jafnframt bauð mannréttindaskrifstofa S.þ. fulltrúum Íslands á sérstakan viðburðtil þess að fagna fullgildingunni þar sem Högni Kristjánsson fastafulltrúi flutti erindi. 

Auk Högna S. Krisjánssonar fastafulltrúa tóku Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneytinu, Nína Björk Jónsdóttir, Þórður Sigtryggsson og Edda Björk Ragnarsdóttir starfsmenn fastanefndarinnar þátt í Mannréttindalotunni fyrir hönd Íslands.

 

Ályktanir sem Ísland studdi:

1.   Human Rights of indienous peoples (SR mandate renewal)
2.   Human Rights of indigenous peoples (thematic)
3.   Safety of journalists
4.   Preventable mortality and morbidity of children under five as human rights concern
5.   National institutions for the promotion and protection of human rights (NHRIs)
6.   The right of everyone to the enjoyment of the hightest attainable standard of physical
      and mental health (SR mandate renewal)
7.   Human Rights to Safe drinking water and sanitation (mandate renewal)
8.   Contemporary forms of slavery (mandate renewal)
9.   Resolution on Burundi
10. Equal participation in political and public affairs
11. Human Right and transitional justice: Truth, Justice, Reparation and Guarantees of
      Non-Recurrence.
12. Enhancement of technical cooperation and capacity-building in the field of human rights.
13. Preventing Maternal Mortality
14. The role of prevention and protection
15. Syria
16. Sudan
17. Terrorism

Yfirlýsingar sem Ísland átti þátt í:

1.   Yfirlýsing um ræðu Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
2.   Nútíma þrælahald og mansal
3.   Lönd sem þarfnast sérstakrar athygli
4.   Mannréttindi frumbyggja
5.   Úkraína
6.   Réttindi samkynhneigðra
7.   Fullgilding Íslands á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks


ESB YFIRLÝSINGAR

8.   Item 2
9.   Item 3
10. Item 4
11. Item 5
12. Item 8


YFIRLÝSINGAR NORÐURLANDANNA

13. Sýrland
14. Réttindi frumbyggja kvenna
15. Jafnrétti sem undirstaða mannréttinda
16. Réttindi frumbyggja (EMPRIP)


SAMEIGINLEGAR YFIRLÝSINGAR MARGRA RÍKJA: (Cross regional)
 

17. Ofbeldi gegn frumbyggjakonum og stúlkum
18. Samvinna við stofnanir og starfsmenn S.þ.
19. Vinnuaðferðir Mannréttindaráðsins
20. Réttarríkið
21. Georgía
22. Kambódía
23. Venesúela
24. Explenation of vote: Maternal Mortality

Hliðarviðburðir sem Ísland kom að:

1.   Bodily Autonomy
2.   10 year anniversary of the CRPD

Video Gallery

View more videos