Sumarskóli Sameinuðu þjóðanna í Genf

Vakin er athygli á hinum árlega sumarskóla Sameinuðu þjóðanna á framhaldstigi háskólanáms sem fram fer í Þjóðahöllinni (Palais des Nations) í Genf dagana 2.-20. júlí 2007. Yfirskrift námskeiðsins að þessu sinni er "Sameinuðu þjóðirnar: Sameinuð fyrir friði, þróun og mannréttindum".

Skólinn er opin framúrskarandi nemendum sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu og er ætlaður til að dýpka skilning þeirra á Sameinuðu þjóðunum og tengdum stofnunum.

Þátttaka í sumarskólanum er gjaldfrjáls en þátttakendur bera allan kostnað af ferðalögum, dvöl og uppihaldi.

Frekari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum má finna á heimasíðu skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf http://www.unog.ch/gsp_en

Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2007.Video Gallery

View more videos