Starfsnám hjá EFTA

Umsækjendur skulu vera ríkisborgarar aðildarríkis, hafa náð 21 árs aldri og hafa lokið fyrstu háskólagráðu eða með samsvarandi reynslu. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu og er frönskukunnátta svo og reynsla úr störfum á vegum hins opinbera æskileg.

Allt að níu starfsnemar eru valdir á hverju ári og er starfsnemum séð fyrir húsnæði, auk þess sem þeir frá greiddan framfærslueyri.

Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.

Nánari upplýsingar um starfsnámið, kröfur til umsækjenda og umsóknarferlið má nálgast á heimasíðu EFTA á slóðinni:

http://jobs.efta.int/traineeships.htmlVideo Gallery

View more videos