Ráðherrafundur EFTA á Íslandi

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrði fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA sem lýkur um mitt ár. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. samskipti EFTA-ríkjanna, fríverslunarsamninga EFTA við þriðju ríki, samskipti EFTA ríkjanna við ESB og áhuga Færeyja á að hljóta aðild að EFTA.

Á fundinum undirrituðu utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Liechtenstein ennfremur fríverslunarsamning EFTA við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja (SACU). Þetta er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem EFTA ríkin gera við ríki í Afríku sunnan Sahara. Stefnt er að því að undirritun samnings ljúki á í næsta mánuði þegar ráðherrar SACU ríkjanna undirrita samninginn ásamt efnhagsráðherra Sviss.

Ráðherrarnir áttu einnig fundi með þingmanna- og ráðgjafarnefndum EFTA. 

Ráðherrafund EFTA sóttu, auk Valgerðar Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Joseph Deiss   efnahagsráðherra Sviss, Odd Eriksen viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs og Rita Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein

Video Gallery

View more videos