Ísland kynnir áherslur sínar í formennsku í EFTA

Ísland mun leggja höfuðáherslu á EFTA-ríkin eigi náið samráð um framvindu mála í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og vinni þétt saman að því viðhalda nánum tengslum þeirra við Bretland. Þetta kemur fram í áherslum Íslands fyrir formennskuna í EFTA-samstarfinu á síðari hluta þessa árs sem kynntar voru og samþykktar á fundi EFTA-ráðsins í morgun.

Þá verður allt kapp lagt á að ljúka fríverslunarviðræðum við Indland og að hefja viðræður um uppfærslu fríverslunarsamnings EFTA og Kanada. Síðast en ekki síst leggur Ísland áherslu á að EFTA setji sér jafnréttisstefnu fyrir árslok en þá lýkur formennsku Íslands.

Hér má sjá áherslupappír Íslands.

Video Gallery

View more videos