30. Alþjóðaráðstefna Rauða krossins

Ráðstefnur þessar eru alla jafna haldnar á 4ra ára fresti.

Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni "Saman fyrir mannkynið" og er megináhersla lögð á fjóra þætti:

  • Hlutverk landsfélaga Rauða krossins um heim allan sem stoðaðili ríkisstjórna við hjálparstörf og neyðarhjálp vegna náttúruhamfara,
  • Aukið og stöðugt mikilvægi Alþjóðamannúðarlaga (International Humanitarian Law - IHL) og kynning á þeim,
  • Loftlagsbreytingarnar og áhrif þeirra
  • Og fólksflutningar.

Íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands undirrituðu í dag í Genf sameiginleg áheiti um aukið samstarf og kynningu á Alþjóðamannúðarlögum.

Þá undirrituðu fulltrúar allra Norðurlandanna ásamt fulltrúum landsfélaga Rauða krossins á Norðurlöndum áheiti um að gæta hlutleysis við mannúðaraðstoð.

Kristinn F. Árnason, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, flutti í gær ávarp íslenskra stjórnvalda og er það hjálagt.

Video Gallery

View more videos