Ökuskírteini

Sá sem hefur fasta búsetu erlendis og glatar íslensku ökuskírteini sínu getur ekki lengur sótt um endurútgáfu þess.  Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga erlendis á hverju almanaksári.  Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).  Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um nýtt ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu.  

Íslensk ökuskírteini eru gild í Sviss en jafnframt þarf að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini eða löggilda þýðingu á ökuskírteininu (á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku).  Hafi viðkomandi verið búsettur í Sviss í meira ein 12 mánuði þarf að sækja um svissneskt ökuskíretini.  Nánari upplýsingar má finna hér

 


 

 

Video Gallery

View more videos