Kynningarfundur um ferðaþjónustu á Íslandi

Haldin var kynningarfundur um ferðaþjónustu á Íslandi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn þann 17.nóvember. Á fundinn mættu aðillar frá Ferðamálastofu, Útflutningsráði, Samtökum ferðaþjónustunnar og höfuðborgarstofu. Svavar Gestsson, sendiherra stjórnaði fundinum, en auk Árna Gunnarssonar formanns ferðaþjónustunnar töluðu Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður höfuðborgarstofu.

Fundurinn var tvískiptur og tókst í alla staði mjög vel. Fyrri fundurinn var fyrir blaðamenn og mættu 7 danskir blaðamenn til leiks þar á meðal frá Berlingske Tidende og Take off (Ferðatímarit). Um 11 ferðaþjónustufyrirtæki mættu á seinni fundinn og tóks vel að koma skilaboðum ferðarinnar til skila að fullvissa um að óstaðfestar fregnir af vandræðum séu ekki réttar. Á fundinum kom fram að nú væri rétti tíminn að heimsækja Ísland, þar sem ódýrt væri að heimsækja landið vegna lækkunar hinnar íslensku krónu síðust vikur. Auk þess var upplýst að áhugi Dana á íslandi væri mikil og talsverð aukning væri í bókunum frá Danmörku til Íslands þessa dagana. Alls heimsóttu 41 þúsund danskir ferðamenn Ísland á síðasta ári.


IMG_1656

Video Gallery

View more videos