Kynningarfundur ÍFK

Staður og stund: Jónshús, Øster Voldgade 12, föstudaginn 16. september frá klukkan 18 – 20.

Dagskrá:
18:00 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn.
18:25 Hlutverk Sendiráðs Íslands, kynning á breyttum nafnalögum.
18:40 Kynning á upplýsingaþjónustu Norrænu Ráðherranefndarinnar; www.hallonorden.org
18:55 Stúdentar og SU.
19:10 Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson.
19:20 Fulltrúi frá ÍF Guðrúnu.
19:30 Orðið er laust, spurningum svarað af bestu getu.
20:00 Síðasta spurning kvöldsins.

Á staðnum verða fulltrúar frá stjórn Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, sendiráði Íslands, íþróttafélaginu Guðrúnu, stúdentafulltrúi og fjöldi annarra góðra gesta sem allir eru að vilja gerðir að leitast við að svara þeim spurningum sem á þér brenna og kynna vetrarstarfið innan félagsins.

Hvort sem þú ert nýr í Köben eða hefur búið hér í fjölda ára, getur þú alltaf fræðst um eitthvað nýtt og skemmtilegt sem varðar Íslendinga og Íslendingalífið í Köben.

Sýnd íslensk bíómynd fyrir yngstu kynslóðina (ekki verður þó formlega barnagæsla á staðnum) á meðan fundurinn stendur yfir. Veitingar þessa kvöldstund eru í boði Íslendingafélagsins bæði fyrir börn og fullorðna.

Video Gallery

View more videos