Íslenski fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir - STEiNUNN - fær hin virtu sænsku Söderbergshönnunarverðlaun

Honnun_Steinunnar,_brudur

Steinunn Sigurðdóttir fatahönnuður fékk þann 4. nóvember afhent hin virtu hönnunarverðlaun, sem kennd eru við Torsten og Wanja Söderberg og ákveðin eru af dómnefnd skipuð af Röhsska safninu í Gautaborg. Verðlaunaupphæðin er 1 milljón sænskar krónur eða rúmar 15 milljónir íslenska króna. Þetta er í fyrsta sinn sem fatahönnuður fær verðlaunin.

Í rökstuðningi dómnefndar er vísað til ferils Steinunnar á alþjóðavettvangi og þess að verk hennar hafi notið mikilla vinsælda víða um heim. Þau undirstriki þekkingu, kunnáttu og reynslu höfundar, en jafnframt djörfung og áræðni. Þá er einnig vísað til þess að Steinunn notar íslenska náttúru sem hreyfiafl í verkum sínum og hafi sett norræna hönnun ofarlega á blað í alþjóðlegri hönnun.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Röhsska safninu síðdegis í gær að viðstöddum fjölda gesta.

Í dag, 5. nóvember opnar sýning á verkum Steinunnar í Röhsska safninu. Sýningin stendur til 22. febrúar 2009.

Röhsska museet: http://www.lammgard.se/designmuseum/aktuellt.htm

Ræða Steinunnar við verðlaunaafhendinguna http://www.youtube.com/watch?v=ZY1OVklm9IU

Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Steinunni. http://svt.se/svt/play/video.jsp?a=1300937Video Gallery

View more videos