?H.C. Islandus? på Café Jonas

Fyrstu helgina í apríl byrja hátíðahöldin í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu H.C. Andersen. Sjálfur hélt skáldið því fram að sá fyrsti, sem fjallað hefði jákvætt um verk hans í dönskum dagblöðum, hafi verið íslenska skáldið Grímur Thomsen. Þetta er ekki alveg rétt, en á því leikur enginn vafi að á milli skáldbræðranna ríkti djúp vinátta. Íslenskir og danskir listamenn vilja taka þátt í hátíðarhöldunum með bókmennta- rapp- og listahátíð á Café Jonas, rétt við Kóngsins Nýjatorg. Verndari hátíðarinnar er Anders Lund Madsen. Styrktaraðilar eru: Magasin du Nord, Icelandair og Menntamálaráðuneytið á Íslandi.

Íslensku rithöfundarnir eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort búið í Kaupmannahöfn eða láta verk sín gerast að hluta eða öllu leyti í borginni. Á sama hátt hafa danskir starfsbræður þeirra valið Ísland sem sitt sögusvið. ?Rappararnir? eru þrír. Einn er frá Íslandi, annar er íslensk/finnskur Kaupmannahafnarbúi og sá þriðji kemur frá Næstved. Myndlistarmaðurinn ólst upp á Austurbrú og kemur á óvart með túlkun sinni á H.C. Andersen ævintýrunum. Maturinn er rússnesk ?borschsuppe? ásamt ?zaguska? (?blinis?, rúgbraut, hunang og ?smetana?).

Höfundarnir sem fram koma eru átta talsins. Þeir eru: Auður Jónsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Kristian Bang Foss, Kristín Eiríksdóttir, Lars Frost, Mikael Torfason, Steinar Bragi og Sölvi Björn Sigurðsson. ?Rappararnir? eru: Dóri DNA, Loke Deph og Rux. Myndlistarmaðurinn er Thorarinn Leifsson.

Föstudag
Kl. 17.00: Opnun sýningar Þórarins Leifssonar á myndskreytingum við ævintýri H.C. Andersen.
Kl. 19.00: Upplestur: Auður Jónsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Kristian Bang Foss, Kristín Eiríksdóttir, Lars Frost, Mikael Torfason, Steinar Bragi og Sölvi Björn Sigurðsson.
Kl. 20.30: ?Rapp?: Dóri DNA, Loke Deph og Rux
Laugardag:
Kl. 16.00: Upplestur
Kl. 17.30: ?Rapp?

Video Gallery

View more videos