Fyrsti félagsfundur viðskiptanetsins.

Íslenska viðskiptanetið í Danmörku hélt sinn fyrsta félagsfund þann 24. mars 2009 í sendiherrabústaðnum á Frederiksberg.

Fyrirsögn fundar var “Íslendingar í dönsku fyrirtækjaumhverfi – hvernig”. Um 35 manns mættu á fundinn og voru fyrirlesarar á fundinum þau; Erla Björg Guðrúnardóttir, Marz Seafood, Sigurður K.Kolbeinsson, Hotels in Copenhagen, og Vigdís Finnsdóttir, Boutique Fisk. Þau sögðu frá sinni eigin reynslu í dönsku fyrirtækjaumhverfi.

Niðurstaða fundar var sú að þó að löndin væru lík á margan hátt að þá væri oft þessi menningarmunur sem taka yrði tillit til í viðskiptum.  Þetta ætti við bæði lítil og stór fyrirtæki í atvinnurekstri í Danmörku. Eftir fundinn sköpuðust góðar umræður á milli fyrirtækjanna um reynslu hvors annars. Íslenska viðskiptanetið er í því ljósi, sérstaklega góður vettvangur fyrir tengslamyndun á milli íslenskra fyrirtækja í Danmörku.

 Íslenska viðskiptanetið fyrirlesarar 0903

Mynd: Vigdís Finnsdóttir, Boutique Fisk, Erla Björg Guðrúnardóttir, Marz Seafood, og Sigurður K. Kolbeinsson, Hotels in Copenhagen.

Um Íslenska viðskiptanetið: 21. nóvember 2008 var stofnað Íslenska viðskiptanetið í Danmörku. Um 90 fyrirtæki gerðust stofnaðilar að netinu. Formaður netsins var kosinn Vigdís Finnsdóttir. Tilgangur Íslenska viðskiptanetsins í Danmörku er samstarfsvettvangur fyrirtækja og einstaklinga sem stunda viðskipti við Ísland eða hafa áhuga á að stunda eða að hefja viðskipti við Ísland og íslensk fyrirtæki.  Viðskiptanetið er starfrækt í samvinnu við Dansk-íslenska viðskiptaráðið.

 Video Gallery

View more videos