Aðventa Gunnars Gunnarssonar

Gunnar_Gunnarsson

Að frumkvæði Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri og í samvinnu við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Jónshús og Bókasafnið í Jónshúsi verður bókin AÐVENTA eftir Gunnar Gunnarsson lesin í heild sinni í Jónshúsi sunnudaginn 12. desember kl. 15-18.

Þennan sama dag verður Aðventa lesin upp á Skriðuklaustri og í Reykjavík.

Meðal upplesara í Kaupmannahöfn verður Sturla Sigurjónsson sendiherra.

Jónshús býður upp á kaffi og jólasmákökur.

 Video Gallery

View more videos