Helstu gjöld fyrir embættisverk

Frá 01. janúar, 2017
 
1. Útgáfa vegabréfa fyrir 18-66 ára:
    a. Almennt gjald - DKK 730
    b. Hraðútgáfu - DKK 1450
    c. Neyðarvegabréf á venjulegum opnunartíma sendiráðs - DKK 370
 
2. Útgáfa vegabréfa fyrir aðra (börn, öryrkjar og ellilífeyrisþegar)
    a. Almennt gjald - DKK 330
    b. Hraðútgáfu - DKK 650
    c. Neyðarvegabréf - DKK 170
 
4. Lögbókendagerðir, þ.e. staðfesting undirskriftar stjórnvalda og einstaklinga, svo og
  aðrar staðfestingar, hvert skjal - DKK 124
 
5. Fjarprófstaka – DKK 50 (ath. próf tekin á tölvu eru gjaldfrjáls)
 
6. Aðstoð við útvegun vottorða og yfirlýsinga frá opinberum 
    stjórnvöldum eða öðrum á Íslandi eða erlendis - DKK 219
 
7. Millifærsla fjármuna til og frá útlöndum (neyðartilvik) 
· Millifærsla allt að 50.000 kr.- DKK 219
· Millifærsla á bilinu 50.000 kr. til 200.000 kr. - DKK 547,50
· Millifærsla yfir 200.000 kr. - 3,75% af millifærðri fjárhæð (þó ekki hærra en 2.737,60 DKK)
 
8. Ljósritun/endurritun - 11 DKK fyrir hverja blaðsíðu
 
9. Útgáfa sjóferðabóka - DKK 135
 
10. Auk þeirra gjalda sem tilgreind eru hér að framan skal greiða, eftir því sem við á, sendingarkostnað, birtingarkostnað og annan útlagðan kostnað samkvæmt reikningi.
 
**   ***   **
 
Athugið: Greiða má með debetkorti og Dankorti í sendiráðinu. 
 
Gjaldskrá þessi er í samræmi við lög um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991 og 2. gr. reglugerðar um gjöld fyrir embættisverk starfsmanna utanríkisþjónustunnar nr. 353/1999. 

Video Gallery

View more videos