Óskilamunir Íslendinga í Danmörku

Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn berast reglulega frá dönsku lögreglunni óskilamunir íslenskra ríkisborgara, sem fundist hafa og skilað hefur verið til lögreglu. Oftast er um að ræða veski eða stök skilríki.
 
Sendiráðið geymir þessa óskilamuni í einhvern tíma, en séu þeir ekki sóttir þá eru þeir á endanum sendir til óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
 
Hafi fólk glatað munum í Danmörku, t.a.m. veski eða skilríkjum, þá er skynsamlegt að hafa samband við sendiráðið til að kanna hvort okkur hafi borist þessir óskilamunir.

Video Gallery

View more videos