Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn

Regluleg starfsemi

Íslenskar guðsjónustur

Eru að jafnaði einu sinni í mánuði í Skt Pauls kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn og Kammerkórinn Staka skiptast á með syngja í guðsþjónustum og prestur er Ágúst Einarsson. Eftir guðsþjónustu er messukaffi í Jónshúsi í umsjón kóranna.

Staðsetning kirkjunnar: Sankt Pauls Plads, Gernersgade 33, 1319 København

Sunnudagaskólinn

Er einu sinni til tvisvar í mánuði í Jónshúsi á sunnudögum kl. 13.  Umsjón: Helga, Vera, Ásta og Ágúst. Sunnudagaskólinn er lífleg samvera með söng, frásögum og brúðuleikhúsi og eru allir krakkar velkomnir ásamt foreldrum sínum.

Staðsetning Jónshúss: Øster Voldgade 12, 1350 København K

Fermingarfræðslan

Fer fram á fermingarmótum haust og vor, auk fræðslufunda í Jónshúsi.

Nánari upplýsingar um þessa starfsþætti og tímasetningar er að finna á heimasíðu kirkjustarfsins: www.kirkjan.dk

Presturinn

Ágúst Einarsson

Er prestur Íslendinga í Danmörku og Svíþjóð. Hann er búsettur í Gautaborg en kemur fjórum sinnum í mánuði til Kaupmannahafnar til þess að sinna helgihaldi, fræðslu og samtölum.  Hægt er að mæla sér mót við Ágúst í Jónshúsi eða í Sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Í sendiráðinu hefur Ágúst að jafnaði viðveru á skrifstofu hvern mánudag. Hægt er að hafa samband við hann í síma: (00 45) 33 18 10 56, íslenskur sími 545 7726 og netfangið er prestur@kirkjan.dk

Staðsetning sendiráðs: Strandgade 89, 1401 København K

Video Gallery

View more videos