Aðstoðarmál

Sendiráð Íslands leggur lið þeim Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku, námsmönnum og ferðamönnum.

Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leyti til sendiráðsins vegna samskipta við hin ýmsu stig danskrar stjórnsýslu, svo og vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa o.þ.h. Aðstoð sendiráðsins getur einnig falist í aðkomu og fyrirgreiðslu vegna vandasamra úrlausnarefna gagnvart danskri stjórnsýslu, t.d. í tengslum við andlát, afbrot eða vistunarmála (þ.m.t. fanga-/neyðarvistun). 

Það skal tekið fram að sendiráðið sjálft veitir ekki fjárhagsaðstoð en hefur milligöngu um slíka aðstoð frá Íslandi.

Umsjónarmaður aðstoðar- og ræðismála er Marta Jónsdóttir, sendiráðunautur / ræðismaður. Aðrir fulltrúar aðstoðar- og ræðismála eru Kristín Kristjánsdóttir og Viðar Birgisson. 

Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma þess er hægt að óska eftir borgaraþjónustu í síma +354 545-9900 og er henni þá beint til viðkomandi starfsmanns sendiráðsins. 

Video Gallery

View more videos