Íslendingar í Danmörku

Danmörk er það útland sem eflaust stendur flestum Íslendingum næst. Saga landana er tengd órjúfanlegum böndum, og var það lengi svo að danska var það erlenda tungumál sem flestir Íslendingar lærðu fyrst. Talið er að upp undir 11.000 Íslendingar séu búsettir í Danmörku þegar allt er talið. Af þeim fjölda má gera ráð fyrir að um 4.000 séu námsmenn. Fjöldi íslenskra ferðamanna til Danmerkur er einnig gríðarlegur, en þegar mest er fljúga allt að 6 vélar með samtals á annað þúsund farþega á dag milli landanna. Sendiráðið er öllum þessum fjölda til þjónustu reiðubúið og má hér á þessum síðum finna ýmsar upplýsingar sem kunna að koma Íslendingum að gagni, hvort sem fólk er hér á skemmri ferð eða dvelur langdvölum. Auk þess leita til sendiráðsins fjöldi Íslendinga sem búsettir eru á suður og suðvestur hluta Svíþjóðar.

Sjá nánar um tilgreinda þjónustu í tenglum hér til hliðar. Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma þess er alltaf hægt að óska eftir borgaraþjónustu í síma +354 545-9900 og er henni þá beint til viðkomandi starfsmanna sendiráðsins. 

Ferðamenn frá Íslandi eiga ýmsa kosti hvað varðar skipulagningu ferðar til Danmerkur. Tvenn flugfélög halda uppi áætlunarflugi. Skemmtiferðaskip í reglulegum áætlunarsiglingum yfir sumarmánuðina og fjöldi ferðaskrifstofa býður upp á sérhæfða þjónustu fyrir ferðamenn. Hér fyrir neðan eru tenglar sem gagnast íslenskum ferðamönnum á leið til danaveldis:

www.denmark.dk - Opinber heimasíða Danmerkur með fréttir, veður, upplýsingar og krækjur.

Icelandair

Wow Air

Smyril Line

Video Gallery

View more videos