Sendiráð Íslands minnir á að listafólki gefst kostur á að sækja um að sýna verk sín í fordyri/móttökurými þess við Strandgade 89 á Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sendiráðið hvetur því áhugasama til þess að senda beiðni þess efnis til viðskipta- og menningarfulltrúa sendiráðsins, Stefaníu Kristínu Bjarnadóttur, á netfangið skb@mfa.is. Með þeirri beiðni fylgi stutt lýsing á verkum umsækjanda sem og yfirlit um störf og verk viðkomandi á listasviðinu.

·    Íslenskir listamenn hafa forgang til sýninga en verk annarra verða að hafa ákveðna skírskotun til Íslands eða til íslenskrar menningar.

·    Rýmið býður helst upp á að þar séu til sýnis stærri listaverk (t.d. málverk, ljósmyndir og/eða grafík). Allar hugmyndir verða skoðaðar. 

Gert er ráð fyrir að hver sýning standi yfir í 3-4 mánuði í senn. Beiðnir um sýningar þurfa að berast a.m.k 8 vikum fyrir opnun þeirra.

Sjá má hluta veggpláss á myndinni hér fyrir neðan.

Video Gallery

View more videos