Viltu raula í Stöku?

Staka er blandaður 20 manna íslenskur kór, sem hóf störf sín á haustdögum 2004. Allt starf í Stöku er brakandi ferskt, tónlistin metnaðarfull og félagsskapurinn góður. Kóræfingar eru á þriðjudögum kl. 18.30-21.30 í Jónshúsi (Øster Voldgade 12).

Ef þú ert hress og kátur einstaklingur, hefur einhverja tónlistarlega reynslu, hefur gaman að því að syngja og langar til að taka þátt í spennandi en jafnframt krefjandi verkefnum kórsins, ert þú rétta manneskjan í Stöku!

Inntökuprófið í Stöku fer fram þann 30. ágúst, í Jónshúsi. Hafðu samband sem allra fyrst við Stefán Arason, stjórnanda, í síma 5151 6016.

www.staka.dk

Video Gallery

View more videos