Viðskiptasendinefnd til Danmerkur vekur mikla athygli

Markmið viðskiptasendinefndarinnar var að koma íslenskum fyrirtækjum á framfæri í Danmörku, tengja íslensk fyrirtæki betur við danska markaðinn og danskt atvinnulíf í þeim tilgangi að auka útflutning á vörum og þekkingu til Danmerkur og skapa forsendur til aukins samstarfs milli íslenskara og danskra fyrirtækja.
19 íslensk fyrirtæki tóku þátt í viðskiptasendinefndinni auk annarra aðila eða samtals um 40 manns. Skipulagðir voru fyrirfram um 90 viðskiptafundir sem flestir fóru fram í aðalfundarstað viðskiptasendinefndarinnar í húsakynnum á Norðurbryggju.

Kynning á Norðurbryggju
Dagskráin hófst með kynningarfundi, fyrir íslensku fyrirtækin að morgni 30. maí, þar sem þem farið var yfir menningarmismun í viðskiptalegu samhengi milli Íslands og Danmerkur og hvaða taktik væri heppileg til að hámarka viðskiptalegan árangur í samskiptum Íslendinga við Dani.
Í upphafi fundar flutti Hermann Ottósson frá Útflutningsráði stutt ávarp og Þorsteinn Pálsson sendiherra bauð hópinn velkominn í sendiráðsbygginguna. Þá tóku frummælendur á kynningarfundinum við, en þeir voru Peter Bo Andersen, markaðsstjóri hjá Dansk Industri, sem fjallaði um venjur og viðskiptahætti í dönsku atvinnulífi, Ove Hänel framkvæmdastjóri alþjóðasviðs hjá Danske Bank sem fjallaði um danska fjármálageirann og helstu atriði í sambandi við bankaviðskipti í Danmörku og endanlega fjallaði Gunnar Larsen ráðgjafi hjá Invest in Denmark um viðskipta og fjárfestingarumhverfið í Danmörku.

Fyrirtækin ánægð með árangurinn
Íslensku fyrirtækin voru undantekningarlaust ánægð með viðskiptafundina og sjá mörg álitleg viðskiptatækifæri í Danmörku bæði í sölu og samstarfi við danska aðila. Um kvöldið þann 30. maí hélt sendiherra íslands móttöku í tilefni komu viðskiptasendinefnedarinnar til Danmerkur. Móttakan var vel sótt og varð vettvangur fyrir líflegar og góðar viðræður meðal gesta.

Met þátttaka á ráðstefnu um íslensku innrásina
Þann 31. maí kl. 15:00 hófst lokakafli ferðar viðskiptasendinefndarinna, ráðstefna um fjárfestingar Íslendinga í Danmörku, sem haldin var á höfuðstöðvum Dansk Industri, við Ráðhústorg í Kaupmannahöfn.
Vel á annað hundrað manns sóttu ráðstefnuna, sem að mati Dansk Industri var metaðsókn.

Ræðumenn voru:
Hans Skov Christiansen forstjóri Dansk Industri, sem fjallaði um forsendur smáþjóða í alþjóðavæðingunni.
Valur Valsson stjórnarformaður Útflutningsráðs, sem fjallaði um þróun og horfur í íslensku atvinnulífi.
Þorsteinn Pálsson sendiherra, sem fjallaði um umsvif íslenskra fyrirtækja í Danmörku.
Sérstakur gestur, Uffe Ellemann-Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, sem fjallaði um reynslu sína af samskiptum við Íslendinga og mismuninn á þessum tveimur þjóðum.

Á ráðstefnunni fjölluðu forsvarsmenn þriggja íslenskra útrásarfyrirtækja um markmið og forsendur ákvarðana um fjárfestingar í Danmörku, þeir:
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugur Group,
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka og
Dr. Hörður Arnarson, forstjóri Marel.

Að ráðstefnu lokinni bauð Dansk Industri til móttöku í móttökusal samtakana á efstu hæð byggingarinnar við Ráðhústorgið. Móttakan, sem var vel sótt, var lífleg og fór afar vel fram.

Að mati forsvarsmanna íslensku fyrirtækjanna sem tóku þátt í viðskiptasendinefndinni var ferðin afar vel heppnuð í alla staði.

Koma viðskiptasendinefndarinnar til Danmerkur fékk mikla og jákvæða umfjöllum í öllum helstu dagblöðum Danmerkur, auk þess annars danska ríkissjónvarpsins TV2 svo og umfjöllun í fjölda fréttabréfa og landshlutablaða.

Video Gallery

View more videos