Vel sóttur aðalfundur Viðskiptanetsins í Danmörku, 13. apríl 2010

Aðalfundur Viðskiptanetsins 2010 var haldinn í íslenska sendiherrabústaðnum 13. apríl síðastliðinn og var vel sóttur. Sendiherra setti fundinn og bauð fundargesti velkomna en að því loknu fór formaður stjórnar yfir starfsemi viðskiptanetsins á liðnu ári og samþykkt var að stjórn þess yrði skipuð Kristínu Hjálmtýsdóttur, frá Dansk-íslenska viðskiptaráðinu, Viðari Ingasyni, viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands og Vigdísi Finnsdóttur, eiganda Boutique Fisk í Kaupmannahöfn.  Áréttað var að viðskiptanetinu væri aðallega ætlað að vera óformlegur vettvangur tengslamyndunar og skoðanaskipta þar sem viðskiptaráðið og sendiráðið útveguðu aðstöðu en einstaklingar og fyrirtæki legðu til efnislegt inntak. 

 

Á fundinum flutti Jón Björnsson, forstjóri magasin du Nord,  mjög áhugavert erindi.  Fyrirtækið var stofnað árið 1868 og byggir á langri sögu og ríkum hefðum en hefur engu að síður gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár.  Saga Jóns af þeim breytingum og af rekstri stórverslunar í Danmörku var í alla staði áhugaverð.  

 

Næsti fundur viðskiptanetsins er fyrirhugaður á komandi hausti.  Meðlimir eru hvattir til að vekja athygli annarra hugsanlega áhugasamra á netinu og benda þeim á að hafa samband við Viðar Ingason, viðskiptafulltrúa vidar@mfa.is.

 Video Gallery

View more videos