Vel heppnaðir tónleikar

kvennakor1

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn hélt tónleika fyrir fullu húsi í nýja sendiherrabústaðnum á Freðriksbergi, þann 7. júní síðastliðinn. Guðrún Ágústsdóttir, kona sendiherrans, tók vel á móti hópnum, sem er fyrsti kórinn sem heldur tónleika í þessum mjög svo skemmtilega sal, sem áður var sundlaug. Þótti hljómburður góður og tónleikarnir vel heppnaðir í alla staði.

Boðið var upp á léttar veitingar utandyra eftir tónleikana, í blómum skrýddum garðinum. Flytjendur og gestir báru að því góðan róm að spjalla í svo fallegu umhverfi.

Meðfylgjandi mynd sýnir, meðal annars, formann Íslenska kvennakórsins, Guðrúnu Snorradóttur, afhenda nöfnu sinni Ágústsdóttur gjöf fyrir hönd kórsins.

Video Gallery

View more videos