Vel heppnað opnunarhóf í Íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn

Fimmtudaginn 11. september var haldið formlegt opnunarhóf bjórsins Skælv í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn en bjórinn Skælv er sá sami og hinn íslenski Skjálfti frá Ölvisholt Brugghúsi. Fjölment var í móttökuna en þangað mættu 50 manns. Það var Guðrún Ágústsdóttir sendiherrafrú sem setti opnunarhófið en síðan fluttu Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, forsvarsmenn Ölvisholts og dreifingaraðila þeirra í Danmörku ávörp.

Bjórinn Skælv verður frá og með 15. september, fáanlegur í bjór og víndeild Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. Í nóvember kemur svo á markað jólaöl frá Ölvisholti sem fer í sölu í Coop verslunarkeðjunni, í kjölfarið fer svo Skælv í dreifingu víða um Danmörku í sömu verslunarkeðju.

Ölvisholt Brugghús stefnir að því að flytja út 100 tonn af bjór til Danmerkur á ári hverju en þegar hefur verið gengið frá samningum um söluna við dreifingaraðila þar í landi. Heildar bjór útflutningur íslendinga hefur til þessa verið nálægt 50-60 tonnum á ári þannig að um nokkra aukningu er að ræða.

!_Iceland_Beer_&_Min_o_Finance_Mathiesen_Photo_Hasse_Ferrold_1

Video Gallery

View more videos