Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, opnar sýningu um Vilhjálm Stefánsson

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, opnaði í gær farandsýningu stofnunar Vilhjálms Stefánssonar sem nefnist Heimskautslöndin unaðslegu, á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Opnunin á sýningunni var liður í hátíðardagskrá í tilefni af alþjóðlegu ári heimskautasvæðanna. Þetta er í annað sinn sem Valgerður Sverrisdóttir annast formlega opnun sýningar í þessu sameiginlega menningarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju.

Hægt er að skoða sýninguna um Vilhjálm Stefánsson á Norðurbryggju til 20. maí 2007.

Video Gallery

View more videos