Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 12. maí 2007 er hafin í sendiráði Íslands í Danmörku og hjá ræðismönnum Íslands í Danmörku og í umdæmislöndum sendiráðsins; Ísrael, Jórdaníu, Túnis og Tyrklandi.

Hægt er að kjósa í sendiráðinu alla virka daga, kl. 9-15 og þriðjudaginn 8. maí og fimmtudaginn 10. maí kl. 9-18. Á meðfylgjandi lista er að finna upplýsingar um það hvar og hvenær hægt er að kjósa hjá ræðismönnum.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Video Gallery

View more videos