Umræður um Eystrasaltsráðið

Sendiherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hittast af og til í Kaupmannahöfn. Á fundi sínum 16. mars ræddu þeir um starfsemi Eystrasaltsráðsins. Mætti formaður ráðsins Kornelíus Sigmundsson sendiherra á staðinn til að gera grein fyrir málum en framundan er leiðtogafundur ráðsins á Íslandi í lok júní. Fundur sendiherranna var haldinn í íslenska sendiráðinu og er myndin tekin við það tækifæri.Video Gallery

View more videos