Tvær konur heiðraðar

Afhending_falkaordu

17. júní voru tvær konur sæmdar íslensku fálkaorðunni í sendiherrabústaðnum á Friðriksbergi. Það voru þær Kristín Oddsdóttir Bonde, bókavörður, sem er ritari í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Vibeke Norgaard Nielsen rithöfundur og Íslandsvinur. Kristín hefur starfað í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í áratugi, hún hefur verið og er bókavörður í Jónshúsi og hefur stýrt margvíslegri íslenskri félagssstarfsemi í Kaupmannahöfn undanfarna áratugi. Vibeke Norgaard Nielsen hefur heimsótt Ísland í ótal skipti og er leiðsögumaður á Íslandi. Hún hefur meðal annars skrifað bókina Sagafærden þar sem hún fetar í fótspor Jóhannesar Larsens sem teiknaði forkunnarfallegar myndir í dönsku Íslendingasagnaútgáfuna sem kom út fyrir um þremur aldarfjórðungum. Þá hefur Vibeke tekið virkan þátt í starfsemi Norrænu félaganna á Fjóni og starfar með Íslendingafélaginu í Horsens.Video Gallery

View more videos