Tryggvi Ólafsson á Norðurbryggju

Norðurbryggju, Kaupmannahöfn

11. september til 26. desember 2010

Í hvert skipti sem litríkum listaverkum Tryggva Ólafssonar bregður fyrir undrast maður hæfileika listamannsins til að skapa óvænta fundi milli veraldlegra hluta, dýra og manna.

Tryggvi Ólafsson (1940) byrjaði sem ungur maður að mála undir lok sjöunda áratugarins. Í framhaldi lærði hann myndlist bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn þar sem hann bjó í meira en 40 ár.

Þrátt fyrir fjarlægðina frá heimalandinu varð Tryggvi fljótt miðpunkur íslenskrar myndlistar sökum síns sérstaka og auðþekkjanlega stíls.

Á sjöunda áratugnum varð hann gagntekinn af notkun og meðferð popp-listarinnar á neyslu- og fjölmiðlasamfélaginu, stjórnmálum og massamenningu. Skraut á gömlu skarti frá Norðurlöndunum og rúnasteinar fönguðu einnig athygli Tryggva og sést það einnig glöggt í verkum hans.

Verk Tryggva Ólafssonar eru því oft sett saman af formum sem í samhengi endurspegla látlausa hrifingu listamannsins af hlutum. Verkin vísa oft til persónulegrar reynslu og afstöðu til umheimsins og goðsagna, ofin saman við endurminningar og hugsanir, m.a. um heim- og útþrá.

Á ferli sínum hefur Tryggvi Ólafsson haldið sérsýningar og tekið þátt í hópsýningum bæði innanlands og utan. Verk hans eru notuð sem myndskreytingar í fjöldamörgum bókum og tímaritum og prýða einnig byggingar bæði á Íslandi og í útlöndum.

Á sýningunni verður mest áhersla lögð á síðustu 25 ár í ferli Tryggva Ólafssonar en einnig verða sýnd nokkur eldri verk. Sýningin er gerð í samráði við Málverkasafn Tryggva Ólafssonar á Neskaupsstað.

Frekari upplýsingar er að finna hjá www.bryggen.dkVideo Gallery

View more videos