Tónleikaferð á Jónasarári

Upplýsingaskrifstofa Norðurlandanna á Suður-Jótlandi mun í september 2007 gangast fyrir tónleikaferð þar sem 200 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar verður minnst. Dagskráin er skipulögð í samvinnu rithöfundarins Böðvars Guðmundssonar og Vibeke Nørgaard Nielsen, sem mun opna samkomurnar með frásögn af lífi og starfi skáldsins. Að því loknu hefjast tónleikar þar sem fram koma norðlendingarnir Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson. Þau munu kynna lögin sem flutt verða á dönsku og er túlkun þeirra á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar einkar falleg.

Í allt verða fjórar samkomur af þessu tagi á eftirtöldum stöðum: Viborg, Horsens, Randers og Kerteminde. Böðvar Guðmundsson tekur þátt í samkomunum í Viborg og Horsens og Vibeke Nørgaard Nielsen í Randers og Kerteminde. Tónleikaferðin er skipulögð í samvinnu við bókasöfn í áður nefndum bæjum, Foreningen Norden og FOF í Randers.

Nánari upplýsingar veitir Anette Jensen hjá upplýsingaskrifstofu Norðurlandanna á Suður-Jótlandi: www.nordisk-info.de

Yfirlit tónleika:
10. september 2007. Viborg, Sognegården við Dómkirkjuna, kl. 19.30
11. september 2007. Horsens: Biblioteket, Tobaksgården 12, kl. 19.30
12. september 2007. Randers: FOF, J.V. Martins Plads 1, kl. 19.00
13. september 2007. Kerteminde: Johannes Larsen Museet, Møllebakken 14, kl. 19.30

Video Gallery

View more videos