Þorrablót íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn 11. febrúar nk.

Þorrablót Íslendingafélagsins verður haldið þann 11. febrúar 2006. Blótið
verður haldið á sama stað og í fyrra í einum af glæsilegustu sölum
Kaupmannahafnar, NIMB í Tívolí. Miðaverð er DKK600 en DKK400 fyrir félagsmenn.

Einnig verða seldir miðar á ballið í takmörkuðu magni og er verð á þeim DKK200.

Gleðihljómsveitin Sixties mun leika fyrir dansi, Valgeir Guðjónsson stjórnar hópsöng svo eitthvað sé nefnt. Miðasala á Þorrablótið verður í Jónshúsi sunnudagana 15 og 22 janúar nk. Frá klukkan 14-17.
Allir þeir sem hafa hug á að komast á Þorrablótið ættu því að gera sér ferð í Jónshús sem fyrst. Ef þið viljið tryggja ykkur miða en komist ekki á auglýstum tímum í Jónshús er hægt að panta miða í gegnum síma 41251855 eða á netfanginu gjaldkeri@islendingafelagid.dk


Vinsamlegast athugið að við höfum ekki posavél á staðnum og því þarf að greiðameð seðlum. Einnig verður hægt að greiða félagsgjöldin á staðnum.

Vonumst til að sjá sem flesta á glæsilegasta þorrablóti ársins.
Með kveðju, stjórn ÍFK.

Video Gallery

View more videos